[Heim]

Vissir þú að.......

.....í dag eru töluð yfir 4000 ólik tungumál í heiminum um einn milljarður talar kínversku

.....í Frakklandi eru framleiddar rúmar 200 tegundir af osti

.....borgarísjakar eru heljar stórir ísklumpar orðnir til úr ferskvatni

.....alls eru talin 1343 virk eldfjöll í heiminum

.....augun í kamelljónurn hreyfast óháð hvort öðru, svo þau geta horft í tvær áttir í einu

.....ef fangi sleppur úr fangelsinu í Alamos í Mexíkó er sá fangavörður sem annaðist hann dæmdur til að ljúka þeirri fangavist sem fanginn átti eftir að afplána.

.....það eru aðeins 2 menn sem vita upprunalegu uppskriftina af Coca Cola en í upphafi vissu hana bara 7 menn.

.....elsta kona heims var Dedala Gouas í Alsír en hún dó í október 1988 þá 144 ára. Þá átti hún á lífi son sem var 108 ára og dóttur sem var 98 ára.

Haf
Ég hef gengið um sólheita sanda.
Og brimgnýr ókunnra hafa
blandaðist þyti míns blóðs.

Ég hef látið úr höfn allra landa
og runnið í farveg hvers flóðs.

Og á botni hins óræða djúps
hef ég vitund og vilja minn grafið,
og ég veit ekki lengur,
hvort hafið er ég
eða ég er hafið.

Steinn Steinarr