[Heim]

Starfsfólk Stóru-Vogaskóla


Hrafnhildur Bryndís Rafnsdóttir

Hrafnhildur eða Bidda er fædd 15.nóv. 1953 og er fædd hér og uppalin. Hún er gift Sigurði Kristinssyni og eiga þau 2 börn og 5 barnabörn. Hún er búin að vinna hér í skólanum í u.þ.b 5 ár og finnst alveg ágætt að vinna hér. Einnig er hún búin að vinna í fiski og sjoppu. Henni finnst gott að byrja daginn á því að lesa Moggann sem Helgi Már kemur með og drekka te. Henni finnst krakkarnir góðir og skólastjórinn fínn. Og maturinn hér alveg frábær.
Bidda

Guðrún J. Jónsdóttir

Guðrún fæddist árið 1940 í Reykjavík. Hún er harðgift Karli Hirst og á 2 börn. Einnig á hún 5 barnabörn. Hún vinnur á bókasafninu og er hún búin að vinna þar í u.þ.b.11 ár! Henni finnst skólastjórinn frábær og kennararnir bæði skemmtilegir og góðir og krakkarnir hreint og beint FRÁBÆRIR. Uppáhalds bókin hennar er Biblían.
Guðrún

Kristín Hulda Halldórsdóttir

Kristín Hulda byrjaði að vinna hér árið 1994 og finnst mjög gaman að vinna hér . Hún á 4 börn og 2 þeirra eru í skólanum (Halldór 7. b og Brynhildi 6. b) Kristín kennir 5. b. Henni finnst að atvinnu-tækifæri mættu vera fleiri því að þá þyrfti fólk ekki að keyra svona langt til að fara í vinnuna, t.d. til Reykjavíkur og þá byggju kannski fleiri hér. Og henni finnst að það mætti vera banki hér og almennileg búð! Henni finnst kennararnir fínir en segist samt ekki þekkja þá sem kennara heldur einstaklinga!! Og henni finnst skólastjórinn algjört ÆÐI.
Öll viðtöl á þessari síðu voru tekin af: Diljá og Eydís