[Heim]

Veturinn hjá 7. bekk

REYKIR!!

Við lögðum af stað um morguninn 6. nóv. síðast liðinn og vorum komin á leiðarenda um hádegið. Þá fórum við inn í herbergi og fórum að koma okkur fyrir. Svo fórum við út og þá var okkur skipt í hópa. Svo fórum við i alls kyns þrautir og gerðum alls kyns verkefni. Dagarnir á Reykjum voru allir mjög líkir! Á fimmtudagskvöldið var haldið diskótek og þar skemmtu sér flestir konunglega! Flestir kynnust mörgum nýjum vinum. Krakkarnir sem voru á sama tíma og við voru frá Akureyri og Hólmavík. Allir þurftu að skrifa í dagbækur hvern einasta dag!! Komið var heim kl.16:30 föstud. 10. nóv. eftir mjög vel heppnaða ferð :)

Diskó, Diskó!!

Búið er að halda nokkur diskótek núna í vetur og er mætt mjög vel á þau! Diskóin voru haldin í skólanum en nú á að halda þau í Glaðheimum. Diskóin fyrir yngri nemendur eru haldin á daginn en á kvöldin fyrir eldri nemendur! Selt er nammi og gos á diskótekum!!

Söngvakeppni Samfés

Karokíkeppni félagsmiðstöðva á Suðurnesjum var nýlega haldin í Stapanum í Reykjanesbæ og kepptu þar krakkar alls staðar af Suðurnesjunum. Bríet Sunna, nemandi úr 7. bekk Stóru-Vogaskóla, bar sigur úr bítum og keppti hún í Söngvakeppni Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva, sem fór fram föstudaginn 26.01 í Laugadagshöllinni ásamt 4 bakröddum Elínu, Alexöndru, Jakobínu og Stefáni. 43 keppendur víðs vegar af landinu reyndu með sér í skemmtilegri og líflegri keppni. Húsfyllir var í Höllinni. Um 2700 manns voru þarna saman komnir langan veg til að fylgjast með keppendum sínum. Sigurvegari í keppnninar að þessu sinni kom frá félagsmiðstöðinni Tónabæ og heitir Tinna Marín Jónsdóttir og söng hún lagið All coming back to me eftir Celine Dion. Tinna hlaut margvísleg verðlaun. Í 2. sæti var keppandi frá Frostaskjóli og hún heitir Birna Dröfn Jónsdóttir og söng hún lagið Roads eftir Portishead. Og í 3. sæti var Klara Ósk Elíasdóttir. Hún kom frá Verinu úr Hafnafirði og söng hún lagið Can´t fight the moonlight eftir Leann Rimes! Dómnefndina skipuðu Hreimur, söngvari Lands og Sona, sem var formaður nefndarinnar, Erpur, meðlimur XXX Rotweiler, Íris söngkona úr Buttercup, Vilhjálmur söngvari úr 200.000 Naglabítum og Birgitta söngkona úr Írafári.!!

Freestyle

Nýlega var haldin freestylekeppni fyrir 8. bekk til 11. bekk í Tónabæ!!! Eygló, Sandra, Kata og Bergrún Í 9. bekk voru þær einu sem kepptu frá Vogunum og gekk þeim bara vel!!

Féló!!

Nýbúið er að opna nýja félagsmiðstöð þar sem gamla sjoppan var og er hún fyrir 7. - 11. bekk. Þar er komið fullt af nýjum tækjum!!
Diljá og Eydís